Sex leikir eru á dagskránni í Lengjubikarkeppni karla í kvöld og þá fara fram sex leikir í Evrópumeistaramótinu sem nú stendur yfir í Slóveníu. Mótið ætlar að vera afar hjartastyrkjandi þetta árið en fyrstu tvo keppnisdagana ytra hefur töluvert af óvnætnum úrslitum látið gera vart við sig.
Leikir dagsins í Lengjubikarkeppni karla, 19:15:
Breiðablik – KR
ÍR – Snæfell
Fjölnir – Haukar
Hamar – Skallagrímur
KFÍ – Stjarnan
Tindastóll – Grindavík
Leikir dagsins í Evrópumeistaramótinu
Þýskaland – Úkraína
Svartfjallaland – Bosnía og Hersegóvína
Belgía – Bretland
Lettland – Litháen
Frakkland – Ísrael
Makedónía – Serbía
Mynd/ Þorleifur Ólafsson og Grindvíkingar eru á leið norður í Skagafjörð þar sem Íslandsmeistararnir mæta Tindastól sem leikur í 1. deild á komandi tímabili.



