Sex leikir fara fram á EuroBasket í dag en mótið fer fram í Slóveníu. Svíar hefja daginn á leik gegn Rússum en bæði lið eru án sigurs á mótinu. Hlutskipti Norðurlandaþjóðanna í Slóveníu er því gjörólíkt því á sama tíma hafa Finnar unnið báða sína leiki í riðlinum og tróna á toppi D-riðils ásamt Grikkjum og Ítölum. Það verður því um hörkuslag að ræða þegar Finnar mæta svo Ítölum síðar í dag.
Leikir dagsins:
Spánn – Tékkland
Rússland – Svíþjóð
Króatía – Pólland
Ítalía – Finnland
Georgía – Slóvenía
Tyrkland – Grikkland
Mynd/ FIBA Europe: Hanno Möttölä og Finnar mæta Ítölum í dag á Evrópumeistaramótinu en bæði lið hafa unnið tvo fyrstu leiki sína.



