spot_img
HomeFréttirÖrvar: Matti mun falla vel inn í okkar hóp

Örvar: Matti mun falla vel inn í okkar hóp

„Að fá Matthías inn er auðvitað alveg frábært fyrir okkur enda um að ræða gríðarlega efnilegan og spennandi bakvörð. Ég hef þekkt Matta lengi og fylgst vel með kappanum í gegnum árin, hann mun falla vel inn í okkar hóp,“ sagði Örvar Þór Kristjánsson þjálfari ÍR um nýjasta liðsmann þeirra í Hertz-Hellinum, Matthías Orra Sigurðarson sem í gær fékk lausn undan samningi hjá KR.
 
„Ég skil vel að Matthías hafi viljað breyta til eftir komu Pavels í KR. Pavel er einn af okkar fremstu leikmönnum og Matti sá fram á að tækifærin yrðu af skornum skammti. Held að þessi vistaskipti eigi eftir að verða leikmanninum gæfurík sem og ÍR,” sagði Örvar en með tilkomu nýja mannsins hvernig leggst þá veturinn í hann?
 
„Veturinn leggst bara vel í mig. Við höfum bætt við okkur Bigga, Bjögga og Matta ásamt því að hér hjá ÍR eru til flottir strákar sem eiga eftir að stimpla sig rækilega inn í deildina í vetur. Eldri leikmennirnir í hópnum eru í flottum gír svo við erum brattir. Vissulega erum við svolítið óskrifað blað en okkur hlakkar mikið til vetrarins.“
 
Mynd/ Örvar Þór samdi við ÍR í sumar og hefur liðið tekið umtalsverðum breytingum síðan þá. 
Fréttir
- Auglýsing -