Sjö leikir voru í kvöld í Lengjubikarnum og fóru úrslit þannig að Keflvíkingar tóku á móti Tindastól þar sem að heimamenn sigruðu nokkuðu örygglega fyrir rest 113-79. Í Grindavík sigruðu heimamenn Val 88:51, Haukar tóku Þór Þorláks 83:81 í hörku spennandi leik.
Stjörnumenn sigruðu Hamar 84-75 þar sem Dagur Kár Jónsson gerði 22 stig fyrir Stjörnuna en Danero Thomas var með 34 stig og 12 fráköst hjá Hamri. KRingar tóku svo borgarslaginn gegn ÍR 84:78. Skallagrímsmenn tóku Ísfirðinga 86:81. Og að lokum fengu Blikar úr Kópavogi útreið í Stykkishólmi þegar heimamenn í Snæfell sýndu litla gestrisni með 123: 73 sigri.



