Haukar byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust strax í 9-1 á upphafsmínútnun áður en Þórsarar rönkuðu við sér og komu sér yfir 9-10. Haukar tóku leikinn gjörsamlega í sínar hendur og komust 20 stigum yfir áður en gestirnir úr Þór fóru að naga muninn niður.
Hægt og bítandi minnkuðu Þórsarar muninn og undir lok leiks var munaði ekki nema fimm stigum á liðunum og lítið eftir á klukkunni. Haukar hefðu nánast getað gert út um leikinn þegar Emil Barja klikkaði úr skoti af stuttu færi. Í stað þess að auka muninn í sjö stig minnkaði Tómas Tómasson leikinn í tvö stig og einungis voru 11 sekúndur eftir af leiknum.
Haukar tóku leikhlé og byrjuðu með boltann á sóknarhelming. Knötturinn rataði í hendurnar á Davíði Páli Hermannssyni sem fékk tvö vítaskot eftir að brotið hafi verið á honum. Davíð brenndi af báðum vítum og Þórsarar náðu frákastinu og brunuðu upp völlinn. Þeir komust í kjörið tækifæri til að jafna leikinn og koma honum í framlengingu þegar þrír leikmenn Þórs voru gegn einum varnarmanni Hauka. Í stað þess að freysta því að skora úr sniðskoti var boltinn gefinn aftur út fyrir þriggja stiga línuna og þar rataði hann í hendurnar á Tómasi Tómassyni sem reyndi erfitt þriggja stiga skot sem rataði ekki niður.
Davíð Páll Hermannsson var stigahæstur Hauka með 26 stig og 4 fráköst og Sigurður Þór Einarsson bætti við 15. Kári Jónsson vakti svo verðskuldaða athyggli á sér með því að smella niður 12 stigum og verður fróðlegt að fylgjast með þessum unga og efnilega gutta.
Hjá Þór var Þorsteinn Már Ragnarsson stigahæstur með 17 stig en Haukar átti í miklu basli með sterkt drive-ið hjá honum. Raggi Nat bókstaflega tróð niður 14 stigum og reif niður 17 fráköst og Tómas Heiðar Tómasson setti niður 13.



