spot_img
HomeFréttirHörður Helgi hættur

Hörður Helgi hættur

Borgnesingar hafa orðið fyrir blóðtöku því Hörður Helgi Hreiðarsson er hættur og mun ekki leika körfuknattleik í vetur. Þetta staðfesti Hörður við Karfan.is á dögunum.
 
Það var því lán í óláni að Borgnesingum skyldi áskotnast liðsstyrkur í Grétari Inga Erlendssyni síðastliðinn mánudag. Hörður Helgi lék 18 leiki með Skallagrím á síðasta tímabili og var með 9,4 stig, 4,9 fráköst og 2,2 stoðsendingar að meðaltali í leik.
 
Mynd/ Ómar – Hörður til varnar gegn Keflavík á síðustu leiktíð. 
Fréttir
- Auglýsing -