Njarðvíkingar tóku á móti Þór Þorláks í kvöld í Lengjubikarnum og höfðu sigur 95:87 en sigurinn var þó langt frá því að vera sannfærandi. Njarðvíkingar hófu leik töluvert betur og komust fljótlega í forystu en gestirnir voru hinsvega aldrei langt undan. Staðan var 48:44 í hálfleik og var það ekki fyrr en á loka kafla leiksins að Njarðvíkingar náðu að slíta sig almennilega frá baráttuglöðum Þórsurum og sigruðu að lokum.
Margir gerðu sér ferð í Ljónagryfjuna í kvöld og augljóst að fyrsti leikur Loga Gunnarssonar í Ljónagryfjunni í mörg ár hefur líkast til trekt einhverja að, en Logi skilaði 14 stigum í hús í þetta skiptið en stigahæstur þeirra Njarðvíkingar var Elvar Már Friðriksson með 26 stig. Hjá Þórsurum var Mike Cook Jr. og Nemanja Sovic með 22 stig en næstur þeim kom Ragnar Nathanaelsson með 18 stig og 9 fráköst.
Tilþrif leiksins átti Ragnar Nat eða Natvélin eins og hann er stundum kallaður þegar hann tróð með látum í tvígang með stuttu millibili. Myndir af tilþrifunum er hægt að sjá í myndasafninu.
Önnur úrslit dagsins:
Fyrirtækjabikar karla, A-riðill
Grindavík-Tindastóll 109-108 (23-22, 27-23, 13-20, 23-21, 14-14, 9-8)
Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 24/17 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Þorleifur Ólafsson 18/8 fráköst, Daníel Guðni Guðmundsson 17/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15, Christopher Stephenson 10/5 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 8/6 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 7, Ármann Vilbergsson 6, Ólafur Ólafsson 4, Hilmir Kristjánsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.
Tindastóll: Helgi Rafn Viggósson 38/11 fráköst, Antoine Proctor 30/9 fráköst/10 stoðsendingar, Ingvi Rafn Ingvarsson 13, Darrell Flake 9/7 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/5 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Helgi Freyr Margeirsson 6, Sigurður Páll Stefánsson 3, Páll Bárðarson 0, Hannes Ingi Másson 0, Viðar Ágústsson 0, Ingimar Jónsson 0, Friðrik Þór Stefánsson 0.
Haukar-Fjölnir 93-81 (29-14, 21-14, 19-30, 24-23)
Haukar: Terrence Watson 24/4 fráköst, Haukur Óskarsson 22, Kári Jónsson 12/4 fráköst, Sigurður Þór Einarsson 11, Helgi Björn Einarsson 10/6 fráköst/9 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 6/4 fráköst, Emil Barja 4/9 fráköst/6 stoðsendingar, Davíð Páll Hermannsson 4, Björn Ágúst Jónsson 0, Jón Ólafur Magnússon 0, Kristján Leifur Sverrisson 0, Gunnar Birgir Sandholt 0.
Fjölnir: Elvar Sigurðsson 21/5 stoðsendingar, Emil Þór Jóhannsson 15, Daron Lee Sims 14/6 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 12, Davíð Ingi Bustion 10/7 fráköst, Páll Fannar Helgason 4, Ólafur Torfason 4/9 fráköst/5 stoðsendingar, Andri Þór Skúlason 1, Þorgeir Freyr Gíslason 0, Smári Hrafnsson 0, Leifur Arason 0, Haukur Sverrisson 0.
Dómarar: , Thorsteinn Johann Thorsteinsson
Njarðvík-Þór Þ. 95-87 (27-22, 21-22, 22-20, 25-23)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 26/8 fráköst/7 stoðsendingar, Logi Gunnarsson 14/4 fráköst, Nigel Moore 14/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Egill Jónasson 9/4 fráköst, Snorri Hrafnkelsson 7/5 fráköst, Ágúst Orrason 6, Óli Ragnar Alexandersson 6, Magnús Már Traustason 2, Halldór Örn Halldórsson 2, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Brynjar Þór Guðnason 0.
Þór Þ.: Mike Cook Jr. 22/6 fráköst/6 stoðsendingar, Nemanja Sovic 22/8 fráköst, Ragnar Ágúst Nathanaelsson 18/9 fráköst, Þorsteinn Már Ragnarsson 12, Baldur Þór Ragnarsson 7/5 stoðsendingar, Emil Karel Einarsson 5/9 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 1/4 fráköst, Jón Jökull Þráinsson 0, Davíð Arnar Ágústsson 0, Vilhjálmur Atli Björnsson 0.
Dómarar: Halldór Geir Jensson, Steinar Orri Sigurðsson
Fyrirtækjabikar karla, C-riðill
Stjarnan-KFÍ 98-66 (33-22, 27-22, 23-18, 15-4)
Stjarnan: Dagur Kár Jónsson 21, Sæmundur Valdimarsson 19/7 fráköst, Justin Shouse 19/5 fráköst/14 stoðsendingar/5 stolnir, Marvin Valdimarsson 16/10 fráköst/5 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 11/11 fráköst, Daði Lár Jónsson 5, Sigurður Dagur Sturluson 4/4 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 3, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Christopher Sófus Cannon 0.
KFÍ: Jason Smith 29/5 stoðsendingar, Mirko Stefán Virijevic 15/11 fráköst, Jón Hrafn Baldvinsson 8/8 fráköst, Ágúst Angantýsson 7/4 fráköst, Hraunar Karl Guðmundsson 3, Björgvin Snævar Sigurðsson 2, Jóhann Jakob Friðriksson 2/4 fráköst, Leó Sigurðsson 0/5 fráköst, Jón Kristinn Sævarsson 0, Pavle Veljkovic 0.
Dómarar: Ísak Ernir Kristinsson, Ingvar Thor Johannesson



