spot_img
HomeFréttirLeikir dagsins: Undanúrslit í Slóveníu

Leikir dagsins: Undanúrslit í Slóveníu

Dagurinn í dag er smekkfullur af körfubolta enda fara sjálf undanúrslitin fram í Slóveníu á Evrópumeistaramótinu og hér heimafyrir verða alls átta leikir í Lengjubikarkeppni karla en þar fer riðlakeppninni senn að ljúka.
 
Í Slóveníu er leikið um öll átta sætin svo fyrsti leikur dagsins er viðureign Ítalíu og Úkraínu en bæði lið töpuðu í 8-liða úrslitum í gær en leika engu að síður um endanlega röðun. Viðureign liðanna hefst kl. 14:30 að staðartíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma. Eftir viðureign Ítalíu og Úkraínu er röðin komin að Litháen og Króatíu sem mætast kl. 15:45 að íslenskum tíma og það þykir umtalsverðri furðu sæta að þessi lið leiki fyrri leikinn í undanúrslitum þar sem þau mættust í gær en Frakkland og Spánn sem leika seinni leik undanúrslitanna kl. 19:00 í kvöld léku í fyrradag.
 
Hér að neðan fara svo leikir dagsins í Lengjubikarkeppni karla
 
18:00 Fjölnir-Njarðvík
19:15 Hamar-Stjarnan
19:15 KFÍ-Skallagrímur
19:15 Tindastóll-Keflavík
19:15 Breiðablik-Snæfell
19:15 ÍR-KR
19:15 Þór Þorlákshöfn-Haukar
19:30 Valur-Grindavík
  
Fréttir
- Auglýsing -