KFÍ hefur samið við Ingvar Bjarna Viktorsson og Jóhann Jakob Friðriksson um að taka slaginn með liðinu í úrvalsdeildinni í vetur. Ingvar Bjarni, sem er 19 ára og 190 cm hár framherji, er uppalinn hjá Ísfirðingum og á að baki nokkra leiki í úrvalsdeild með KFÍ og Grindavík.
Jóhann Jakob, sem er 19 ára og 202 cm hár miðherji, er nýliði í meistaraflokki. Hann hefur leikið með Ísfirðingum á undirbúningstímabilinu og leiðir liðið í vörðum skotum (1,0 per leik) þrátt fyrir að spila einungis 6:32 mínútur per leik.



