Grindvíkingar hafa sagt Chris Stephenson upp störfum en á heimasíðu félagsins segir að leikmaðurinn hafi engan veginn staðið undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.
Leit stendur nú yfir að nýjum leikmanni og ætla Grindvíkingar sér að koma honum til landsins sem allra fyrst.
Mynd/ Heiða – Stephenson lék sinn síðasta leik með Grindvíkingum í gærkvöldi.



