spot_img
HomeFréttirSigurkarl Róbert nýr Íslandsmeistari í Stinger

Sigurkarl Róbert nýr Íslandsmeistari í Stinger

Íslandsmótið í skotleiknum Stinger fór fram í Hertz-heillinum í dag þar sem Sigurkarl Róbert Jóhannesson, 15 ára gamall ÍR-ingur, var krýndur Íslandsmeistari í Stinger. Það var meistari síðasta árs, Sæþór Elmar Kristjánsson sem afhenti Sigurkarli sigurlaunin í dag en Sigurkarl lét sér ekki bara nægja að hafa sigur í keppninni heldur skaut hann úr leik ekki minni menn en þá Sveinbjörn Claessen og Eirík Önundarson!
 
Mótið var nú haldið í þriðja sinn en þetta var í fyrsta skipti sem keppt var einnig í flokki 11 ára og yngri og var skotið á minniboltakörfu. ÍR-ingurinn Logi Snær Wium hafði sigur en Logi er 9 ára og lagði á endanum félaga sinn Elfar Inga Þorsteinsson eftir hörkuspennandi lokasprett hjá þessum ungu og efnilegu skyttum.
 
Úrslit mótsins:
 
Íslandsmótið í Stinger – fullorðnir
 
1. Sigurkarl Róbert Jóhannesson – 15 ára
2. Karl West Karlsson
 
Íslandsmótið í Stinger – 11 ára og yngri
 
1. Logi Snær Wium – 9 ára
2. Elfar Ingi Þorsteinsson
 
Rétt eins og síðustu tvö ár voru það Körfuknattleiksdeild ÍR og Karfan.is sem stóðu saman að mótinu. Sigurvegarar á mótinu (1. og 2. sæti) voru leystir út með medalíum, gjafabréf hjá Einka.is, gjafabréf frá NINGS, Karfan.is ennisböndum og síðast en ekki síst góðri kippu af Gatorade.
 
 
Mynd/ [email protected] – Sigurkarl var helsáttur eftir mótið enda jarðaði hann kanónur á borð við Sveinbjörn Claessen og Eirík Önundarson.
  
Fréttir
- Auglýsing -