Þór skellti Fjölni í lokaleik riðlanna í Lengjubikarnum í gærkvöld og komst þar með í undanúrslitin. Ekki var hægt að byrja leikinn á réttum tíma þar sem að körfurnar vildu ekki koma niður úr loftinu. Leiknum seinkaði um rúman hálftíma af þeim sökum. Eitthvað virtist það sitja í báðum liðum því leikurinn fór mjög rólega af stað. Gestirnir höfðu forystu að loknum fyrsta leikhluta 13 – 17.
Leikmenn hresstust í 2. leikhluta og sást ágætis körfubolti á köflum. Jafnræði var á með liðunum og staðan í hálfleik 40 – 38 heimamönnum í vil.
Heimamenn tóku sig saman í andlitinu í hálfleik og ákváðu að sína þeim örfáu stuðningsmönnum sem mættir voru að styðja sitt lið að þeir væru betra liðið. Þór jók forskotið jafnt og þétt allan leikhlutann og voru komnir með 19 stig forskot þegar leikhlutanum lauk. Staðan 69 – 50.
Benedikt þjálfari Þórs leyfði svo ungu strákunum á spreyta sig í 4. Leikhluta og þá náðu gestirnir úr Grafarvoginum að saxa aðeins á forskotið. Munurinn heldur of lítill í restina en Þór hafði 6 stiga sigur 83 – 77.
Þór komst þar með í undanúrslit því Haukar töpuðu fyrir Njarðvík á sama tíma.
Umfjöllun/ HH
Mynd úr safni/ Baldur Þór Ragnarsson gerði 16 stig og gaf 7 stoðsendingar í Þórsliðinu gegn Fjölni í gær.



