Riðlakeppninni í Lengjubikar kvenna er lokið og ljóst að það verða Haukar og Valur sem munu leika til úrslita í Lengjubikarnum þetta tímabilið. Valskonur héldu í Röstina í kvöld og lögðu þar Grindvíkinga 74-84.
Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti en fljótlega tókst Valsstelpum að sigla fram úr, þær sóttu ákveðið á körfuna og spiluðu vel á báðum hlutum vallarins. Grindavíkurstúlkur voru hinsvega ekki jafn ákveðnar og en áttu þó góða spretti þar sem þær náðu að saxa á forskot Vals en það dugði ekki til. Lítil spenna var í leiknum þar sem Valsstúlkur hleyptu þeim gulu aldrei of nálægt sér og héldu öruggri forystu allan leikinn.
Í liði Vals voru Kristrún og Jaleesa að spila vel og en Kristrún gerði 18 stig og var með 9 fráköst og Jaleesa setti 23 stig og 14 fráköst. Í liði Grindvíkinga var Pálína allt í öllu og átti frábæran leik þar sem hún setti 28 stig, 10 fráköst og var með 4 stolna bolta.
(LÓS)
Fyrirtækjabikar konur, A-riðill
Grindavík-Valur 74-84 (12-25, 21-17, 14-19, 27-23)
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 28/10 fráköst, Lauren Oosdyke 16/9 fráköst, Helga Rut Hallgrímsdóttir 9/8 fráköst, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 7, Ingibjörg Jakobsdóttir 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 5, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Alda Kristinsdóttir 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Katrín Ösp Eyberg 0, María Ben Erlingsdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0.
Valur: Jaleesa Butler 23/14 fráköst, Kristrún Sigurjónsdóttir 18/9 fráköst, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 15/5 fráköst, María Björnsdóttir 8, Unnur Lára Ásgeirsdóttir 7, Guðbjörg Sverrisdóttir 7, Hallveig Jónsdóttir 4, Þórunn Bjarnadóttir 2/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Ragnheiður Benónísdóttir 0/4 fráköst, Margrét Ósk Einarsdóttir 0, Rut Konráðsdóttir 0.
Dómarar: Davíð Kristján Hreiðarsson, Ingvar Thor Jóhannesson
Mynd úr safni/ Jaleesa Butler var atkvæðamest Valskvenna í kvöld með 23 stig og 14 fráköst.



