Það voru Grindvíkinga sem tryggðu sig í fjögur fræknu í Lengjubikarnum í kvöld með sigri gegn Njarðvíkingum. Þetta er annar nokkuð frækinn sigur Grindvíkinga án nokkurs hjálpar erlendis frá. Augljóst að þeir verða nokkuð sterkir í vetur en í kvöld lögðu þeir heimamenn í Ljónagryfjunni með 84 stigum gegn 83. Það var fyrir tilstilli Þorleifs Ólafssonar sem Grindvíkingar tóku þennan að lokum. Þorleifur með risa “sekk” setti niður þrist og svo tvö stig í sókninni á eftir sem að lokum urðu úrslitastig leiksins.
Njarðvíkingar voru með forskot nánast allan leikinn eða allt fram í lok fjórða fjórðungs þegar að Grindvíkingar náðu að komast í forskotið. Þegar um 40 sekúndur voru eftir af leiknum setur Elvar Már Friðriksson niður risa þrist og kemur Njarðvík í nokkuð þægilegt fjögurra stiga forskot 84:80. Grindvíkingar halda í sókn og fyrr nefndur Þorleifur svarar í sömu mynt úr horninu. Njarðvíkingar fóru til sóknar og Logi kemur sér í gott skotfæri en klikkar. Það var svo Þorleifur sem sem kláraði leikinn með einfaldri gabbhreyfingu og stökkskoti frá topp af “lyklinum” og þar með voru Ljónin sigruð. Nigel Moore átti síðasta skot leiksins en sóknin var illa útfærð og skotið erfitt.
Undirritaður vill meina að Njarðvíkingar hafi kastað þessum leik frá sér. Þeir voru að spila á köflum glimmrandi vel en þegar smá forskot myndaðist þá hófu þeir að lækka “tempóið” í leiknum og hreinlega verja forskotið í stað þess að hamra á heitu stálinu. Það verður hinsvegar ekki tekið af meisturum Grindavíkur að þeir gáfust aldrei upp í leiknum sama á hvað þá dundi og gríðarlegur karakter í þessu liði þeirra að koma alltaf tilbaka og sigra svo að lokum.
Af einstaklingum kvöldsins þá voru þeir Jóhann Ólafsson í Grindavík með 19 stig og Logi Gunnarsson var heitur og setti niður 26 stig.



