Einar Árni Jóhannsson þjálfari Njarðvíkinga var mjög ósáttur með leik sinna manna í kvöld þó hann hafi viðurkennt að þeir hafi átt ágætis kafla inn á milli. Einar var á því að hans menn hefðu mátt taka betur á Grindvíkingum og að villu vandræði þeirra hafi verið meira út af klaufaskap.



