Mannást hefur fyrir margt löngu síðan tekið sér bólfestu í ritstjórn NBA Ísland og kristallaðist hún í síðustu skrifum vefsíðunnar um viðureign KR og KFÍ í gærkvöldi. Pavel fékk þá sína fimmtu villu undir lok leiksins og það kunni NBA Ísland ekki að meta.
„Dómarar leiksins flautuðu Pavel okkar í villuvandræði og fyrir vikið spilaði hann ekki nema 22 mínútur.
Þetta er bara dónaskapur hjá þeim. Dómararnir eiga að vita að fólk borgar sig inn á leikinn til að sjá Pavel hlaða í þrennur en ekki sitja á bekknum.
Við biðjum dómara vinsamlegast að hafa þetta hugfast næst.“
NBA Ísland er ávallt á léttu nótunum og ofangreind skrif þykja okkur nú ekki líkleg til að valda KKDÍ mikilli andvöku en við hvetjum sem flesta til að gera sér oft og iðulega ferð inn á NBA Ísland, hér er t.d. ein góð ástæða: „What can you do?“ – þarna falla orð um Paul Gascoigne sem betra er að lesa með kaffibollann fjarri skánum.



