Hinn 23 ára gamli Paul George hefur framlengt hjá Indiana Pacers í NBA deildinni en George þarf vart að kynna til leiks eftir síðustu úrslitakeppni…þið munið, gaurinn sem átti í fullu tréi við sjálfan LeBron James.
George var valinn í Stjörnuleikinn á síðasta tímabili og valinn sá leikmaður sem tók mestum framförum á síðustu leiktíð. Hann fór mikinn með Indiana á síðasta tímabili og þá einkum og sér í lagi í úrslitum Austurstrandarinnar gegn Miami Heat.
Þessa stundina stendur yfir blaðamannafundur hjá Indiana sem hægt er að horfa á í beinni og þá kemur vonandi betur í ljós til hve langs tíma George samdi og mögulega hvers virði samningurinn sé.
Mynd af Twitter-reikningi Indiana Pacers: Paul George og goðsögnin Larry Bird í morgun með nýja leikmannasamning George.



