spot_img
HomeFréttirPetrúnella leikur ekki með Grindavík þetta tímabilið

Petrúnella leikur ekki með Grindavík þetta tímabilið

Landsliðskonan Petrúnella Skúladóttir mun ekki leika með Grindavíkurkonum í Domino´s deild kvenna á komandi leiktíð en þetta staðfesti leikmaðurinn í samtali við Karfan.is í dag.
 
Petrúnella á von á sínu öðru barni með Jóhanni Árna Ólafssyni leikmanni tvöfaldra Íslandsmeistara Grindavíkur. Þetta er umtalsverð blóðtaka fyrir kvennalið Grindavíkur sem þó bættu við sig mjög öflugum leikmönnum í sumrinu þegar þær Pálína Gunnlaugsdóttir, Ingibjörg Jakobsdóttir og nú síðast María Ben Erlingsdóttir gengu til liðs við gular.
  
Fréttir
- Auglýsing -