spot_img
HomeFréttirUndanúrslit Lengjubikarsins í kvöld

Undanúrslit Lengjubikarsins í kvöld

Í kvöld fara fram undanúrslitin í Lengjubikarkeppni karla en báðir leikirnir fara fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Fyrri viðureign kvöldsins er slagur Keflavíkur og Snæfells sem hefst kl. 18:00 en kl. 20:00 mætast svo Grindavík og KR.
 
Miðaverð er kr. 1500 og gildir miðinn á báða leikina og verð fyrir 12-16 ára er kr. 500.
 
Þau lið sem hafa sigur í kvöld mætast svo í úrslitum Lengjubikarsins á sunnudag en þá verður tvíhöfði því leikið verður til úrslita í karla- og kvennaflokki. Kvennaleikurinn hefst þá kl. 17:00 og úrslitin í karlaflokki hefjast kl. 19:15.
  
Fréttir
- Auglýsing -