Russell Westbrook er nú óðum að vinna í því að ná sér góðum af hnémeiðslum og vonast til þess að ná fyrsta leik tímabilsins með Oklahoma City Thunder þegar liðið mætir Utah á útivelli þann 30. október. Westbrook fór í hnéaðgerð vegna meiðslanna og er á fullu í endurhæfingu.
Westbrook er nagli en hann hefur ekki misst af leik í deildarkeppninni frá því að Thunder valdi hann í nýliðavalinu árið 2008. Meiðslin sem Westbrook glímir nú við komu upp í úrslitakeppni NBA deildarinnar á síðasta tímabili í 8-liða úrslitum vesturstrandarinnar og lék hann aðeins tæpa tvo leiki með Thunder sem var mikið högg fyrir unga liðið í Oklahoma.
„Ég vakna bara á morgnana, fer í endurhæfingu og svo aftur heim að sofa og svo endurtekur þetta sig bara,“ sagði Westbrook við fjölmiðla um stöðuna á sér og meiðslunum. Westbrook mun taka smávægilegan þátt í æfingum á næstunni en það þykir enn óvíst hvort kappinn nái að vera með í fyrsta leik deildarkeppninnar þegar Oklahoma heimsækir Utha.



