spot_img
HomeFréttirHelena með 15 stig í MEL deildinni

Helena með 15 stig í MEL deildinni

Leiktíðin hófst í gær hjá Helenu Sverrisdóttur og ungverska liðinu Miskolc þegar liðið lék gegn Ruzomberok í MEL deildinni. Miskolc gerði góða ferð til Slóvakíu með 66-81 útisigri.
 
 
Helena gerði 15 stig í leiknum þrátt fyrir að vera að glíma við smávægilega meiðsli á kálfa. Ljómandi góð byrjun hjá Helenu með nýja liðinu. 
Fréttir
- Auglýsing -