Ólafur Aron Ingvason sem lék á síðasta tímabili með Þór og var m.a. kjörinn besti leikmaður liðsins hefur verið ráðinn sem þjálfari kvennaliðs Þórs í körfubolta. Mark Jones stýrði liðinu megnið af síðasta tímabili en Bjarki Ármann stýrði liðinu í síðustu tveim leikjunum á tímabilinu. Þetta kemur fram á www.thorsport.is
Samningur Ólafs er til eins árs og mun hann samhliða þessu leika áfram með karlliði Þórs.
Mynd úr safni/ Páll Jóhannesson – Ólafur Aron í leik með Þór gegn Val á síðasta tímabili.



