Keflvíkingar áttu ekki í vandræðum með vesturbæjarlið KR í kvöld þegar liðin mættust í úrslitaleik Lengjubikarsins í Njarðvík. 89:58 var lokastaða leiksins og eins og tölurnar gefa til kynna þá var um að ræða rassskellingu þetta kvöldið. Keflavík vann leikinn verðskuldað, þeir börðust allt fram á síðustu sekúndu og voru einfaldlega klassanum betri en KR í þetta skiptið.
Lið KR virtist líta út fyrir að vera þreytt og þá sérstaklega þegar leið á leikinn. Finnur Stefánsson þjálfari þeirra tók undir þetta eftir leik og kvað hann að leikjaprógrammið hjá hans mönnum hefði verið ansi þétt á síðustu vikum. Í þessum leik þá virtust þeir röndóttu aldrei ætla sér eitthvað í þessum leik þó þeir hafi vissulega barist hetjulega. Það voru þó ekki nema 8 stig sem skildu liðin í hálfleik en í þriðja leikhluta skoruðu Keflvíkingar 33 stig og það er ansi erfitt að sigra leik gegn jafn sterku liði og Keflvíkingar líta út fyrir að vera með þannig varnarleik. Það má hinsvegar ekki gleyma að KR eiga inni Martin Hermannsson sem sat í borgaralegum klæðum á bekk þeirra með nárameiðsli og svo einnig erlendan leikmann sem að sögn þeirra KR-inga sé á leiðinni yfir hafið.
Keflvíkingar koma feikilega sterkir til leiks þetta árið. Vel mannaðir í flestum stöðum og ungir sprækir pjakkar að koma af bekknum og skila þungavigtarframlagi til liðsins. Andy Johnston er svo sannarlega að hleypa frísku lofti inní þetta Keflavíkurlið og nokkuð ljóst að á vordögum 2014 munu þeir vera að slást um þann stóra.
Keflavík-KR 89-58 (18-13, 22-19, 33-21, 16-5)
Keflavík: Michael Craion 21/13 fráköst/6 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 17/10 fráköst, Guðmundur Jónsson 14/4 fráköst/5 stolnir, Valur Orri Valsson 11/6 stoðsendingar, Ragnar Gerald Albertsson 8, Gunnar Ólafsson 7, Almar Stefán Guðbrandsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Magnús Þór Gunnarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Arnar Freyr Jónsson 0, Andri Daníelsson 0.
KR: Helgi Már Magnússon 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 14/6 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 13, Pavel Ermolinskij 6/11 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 6, Darri Hilmarsson 4/5 fráköst, Illugi Steingrímsson 0, Högni Fjalarsson 0, Kormákur Arthursson 0, Jón Orri Kristjánsson 0/6 fráköst, Vilhjálmur Kári Jensson 0.



