spot_img
HomeFréttirKarfan styður átakið Bleika slaufan

Karfan styður átakið Bleika slaufan

 Karfan.is styður verkefnið Bleikaslaufan líkt og síðastliðin ár og mun logo-ið okkar vera bleikt nú í október mánuði. Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í baráttunni gegn krabbameini í konum. Árið 2000 var átakinu var hleypt af stokkunum hérlendis með sölu á bleiku slaufunni og hefur það vaxið og dafnað með hverju árinu sem líður.
 
Í ár verður átakið með nýstárlegum hætti því meðfram sölu á slaufunni verður vakið athygli á málstaðnum með bleiku uppboði á bleikaslaufan.is þar sem hægt verður að bjóða í ýmsa skemmtilega hluti og viðburði. 
 Karfan.is hvetur leikmenn í október mánuði að skarta einhverju bleiku í dressi sínu. Bleikir sokkkar, bleik hárbönd eða armbönd, eitthvað til aðsýna málstaðnum stuðning.  Ljóstmyndarar Karfan.is munu verða vakandi fyrir bleika litnum í komandi leikjum. 
Fréttir
- Auglýsing -