spot_img
HomeFréttirOklahoma Þrumurnar í Leifsstöð

Oklahoma Þrumurnar í Leifsstöð

 Stórstjörnurnar úr liði Oklahoma Thunder komu við í Leifsstöð í gær og venju líkt þá voru starfsmenn stöðvarinnar fljótir að taka við sér og fá myndir af sér með þessum stórstjörnum.  Kevin Durant og Jeremy Lamb létu sér ekki muna um það þegar einn starfsmaður smellti sér á milli þeirra og fékk mynd eins og sjá má. 
 
Leið þeirra Þrumumanna var til Tyrklands en þar munu þeir vera næstu þrjá daga við æfingar áður en þeir halda til Manchester þar sem þeir munu halda áfram að æfa.  Á þessum stöðum munu þeir leika æfinga leiki við lið á staðnum ásamt því að æfa og hitta aðdáendur. Starfsmönnum varð á orði að stjörnurnar hafi verið þreytulegar en vissulega jarðbundnir og munaði ekki um að spjalla við starfsfólkið á staðnum. 
Fréttir
- Auglýsing -