Leikur Keflavíkur og Vals í meistarakeppni KKÍ fer fram í TM-Höllinni sunnudaginn 6. október kl. 19.15. Allur aðgangur rennur í afrekssjóð KKÍ en þar sem leikurinn er á vegum KKÍ gilda árskort og hraðlestarkortin ekki á leikinn. Aðgangseyrir er 1500 kr. fyrir 16 ára og eldri en yngri frá frítt.
Í þessum leik mætast iðulega Íslands- og bikarmeistarar tímabilsins áður en þar sem Keflavík er handhafi beggja titlanna eru það Valsstúlkur sem taka þátt sem fulltrúar bikarleiksins.



