spot_img
HomeFréttirVeturinn framundan

Veturinn framundan

Þá fer þetta allt saman að skella á, leiktíðin 2013-2014 fer að byrja, keppni í Domino´s deildunum hefst á morgun, miðvikudag og fimmtudag. Nokkrir yngri flokkar eru komnir í gang og ekki laust við að spenna sé í loftinu. Sem fyrr eru nokkrir miðlar sem einblína á körfuboltann og svo er það fagnaðarefni að Tindastólsmaðurinn og stórsöngvarinn Sverrir Bergmann ætlar að stýra þáttum þar sem karlaliðin í Domino´s deildinni verða heimsótt og málin á þeim bæjum krufin til mergjar.
 
 
Karfan.is verður á sínum stað og minnum við lesendur á að vera duglegir að bæði senda inn efni og greinar um það sem liggur þeim á hjarta í tengslum við boltann. Daglegur fréttaflutningur verður sem fyrr hér á www.karfan.is en þið getið líka fundið okkur á Facbook og á Twitter – @Karfan_is
 
Öll okkar viðtöl við leikmenn, þjálfara og aðra setjum við svo inn á Youtube-stöð Karfan.is sem nálgast má hér.
 
En við erum ekki einir um hituna, fæstum þarf að benda á stóru miðlana eins og Mbl.is, vísir.is eða rúv.is til þess að nálgast efni um körfuboltann en síðurnar eru fleiri og við hvetjum sem flesta til að vera duglegir að leggja leið sína inn á:
 
 
 
Þið kannski takið eftir því að Ruslið er ekki hér á meðal ofantaldra enda hafa ruslakarlarnir gengið til liðs við Karfan.is sem er mikið fagnaðarefni en virknin er umtalsverð hjá Ruslinu á Facbook og á Twitter – @Ruslakarfan
 
 
Svo má ekki gleyma Sportþættinum hjá Gesti Einarssyni frá Hæli á Mánudagskvöldum á útvarpi Suðurland á FM 96,3 en hér setur hann inn allt körfuboltatengda efnið sitt á Youtube. Facebook-síða Sportþáttarins.
 
 
Eins eru mörg félög að sýna í beinni frá leikjum og það á netinu en félög á borð við KR, Tindastól, KFÍ, Hauka og Fjölni hafa verið einkar dugleg við þessa iðju.
 
Live Statt KKÍ er svo eitthvað sem er algerlega ómissandi og mikil lyftistöng fyrir íþróttina þegar sambandið ákvað að hefja samstarf við BasketHotel. Eins ættuð þið að drífa ykkur í að búa til lið í Fantasy-leiknum.
 
Það er spennandi tímabil í vændum og biðin er senn á enda, góða skemmtun! 
Fréttir
- Auglýsing -