Keppni í Domino´s deild kvenna hefst í kvöld með heilli umferð en samtals verða umferðinar 28 rétt eins og síðustu tímabil. Það er mikið álag í kvennaboltanum og Keflavík á titil að verja en Valskonum var í gær spáð titlinum í árlegri spá formanna, þjálfara og fyrirliða í úrvalsdeildunum. Þetta er í fyrsta sinn sem kvennaliði Vals er spáð sigri á Íslandsmótinu.
Leikir kvölsins, kl. 19:15
Keflavík – Haukar
Grindavík – Snæfell
Valur – KR
Hamar – Njarðvík
Meistarar Keflavíkur hefja titilvörnina gegn Haukum sem í gær var spáð 2. sæti deildinni en Keflavík því fimmta. Grindvíkingar bættu vel við sig í sumrinu og taka á móti Snæfell í Röstinni og meistaraefnin í Val fá erkifjendurna úr KR í heimsókn. Þá eru liðin sem samkvæmt spánni eiga að vera við botninn að mætast í Hveragerði þegar Hamarskonur taka á móti Njarðvík.



