spot_img
HomeFréttirGuðbjörg: Ætlum að vera í öllum úrslitaleikjum

Guðbjörg: Ætlum að vera í öllum úrslitaleikjum

Valskonum er spáð titlinum í Domino´s deild kvenna þetta tímabilið og er það í fyrsta sinn sem kvennaliði Vals er spáð viðlíka velgengni. Við ræddum við Guðbjörgu Sverrisdóttur leikmann Vals í gær á kynningarfundi KKÍ fyrir Domino´s deildirnar.
 
 
Guðbjörg er komin á fulla ferð en á síðasta tímabili varð hún frá að víkja í sjálfum bikarúrlsitaleiknum vegna meiðsla. Tölurnar hjá Guðbjörgu hafa verið góðar á undirbúningstímabilinu og kvaðst hún hafa verið iðin við kolann í sumar og komi því meira en tilbúin til leiks að þessu sinni.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -