Ragna Margrét Brynjarsdóttir var stigahæst í sigurliði Vals í kvöld þegar KR kom í heimsókn í Vodafonehöllina í Domino´s deildinni. Ragna sagði Valsliðið með mikla breidd og góða leikmenn. Hún sagði það enga utanaðkomandi pressu að vera spáð titlinum fyrir tímabilið.




