Stjörnunni er spáð 6. sæti í Domino´s deild karla þetta tímabilið en liðið lék til úrslita gegn Grindavík á síðasta tímabili og er ríkjandi Poweradebikarmeistari. Stjarnan tekur á móti Keflavík í kvöld í fyrstu umferð deildarinnar og óhætt að segja að mikil eftirvænting ríkji eftir þessum slag enda rimmur Stjörnunnar og Keflavíkur verið magnaðar síðustu tímabil. Teitur sagði við Karfan TV að það yrði við ramman reip að draga í kvöld en að Stjarnan færi í alla leiki til að vinna.
Leikir kvöldsins í Domino´s deild karla:
19:15 Grindavík – KR (beint á Stöð 2 Sport)
19:15 ÍR – Skallagrímur
19:15 Stjarnan – Keflavík
1. deild karla
19:15 Hamar – ÍA



