spot_img
HomeFréttirTölfræðimolar 2

Tölfræðimolar 2

Eini leikurinn í kvöld sem skilaði einhverri spennu var leikur ÍR og Skallagríms í Hertz hellinum. Bæði lið skiluðu mjög góðum skilvirknitölum. Sóknarnýting ÍR var 49,6% en 50,3% hjá Skallagrími. ORgt hjá ÍR var 105,3 og 108,4 hjá Skallagrími. Bæði lið hittu mjög vel, ÍR með 54,4% eFG og Skallagrímur 55,7%. Mjög sveiflukenndur leikur m.t.t. leikhraða en Pace í leiknum eftir leikhlutum var (1) 87,7 (2) 78,8 (3) 84,3 og (4) 73,2. 83,3 í fyrri hálfleik en 78,8 í seinni.
 
Björgvin Hafþór Ríkharðsson átti frábæran leik fyrir heimamenn með 24 stig, 11 fráköst, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta.
 
Keflvíkingar sýndu framúrskarandi skilvirkni í sókn í fyrri hálfleik með 53,3% nýtingu á sóknum. Féll þónokkuð niður þegar varamennirnir fóru að spila meira en enduðu þó með 46,8%. Keflvíkingar skoruðu 1,18 stig per sókn í fyrri hálfleik sem gefur ORgt upp á 118,0.
 
Sóknarleikur Stjörnunnar var gersamlega hauslaus og réð ekkert við stífa vörn Keflvíkinga sem þeir spiluðu allt til leiksloka þrátt fyrir mikinn mun. Keflvíkingar héldu Stjörnunni í 0,75 stigum per sókn og sú tölfræði náði allt niður í 0,63 í þriðja leikhluta. Sóknarnýting Stjörnunnar var 37,6% allan leikinn en féll niður í 30,9% í þriðja hluta. Skotnýtingin að sama skapi skelfileg eða 36,4% eFG.
 
Sóknarskilvirkni KR-inga var einnig framúrskarandi eða 54,1% í leiknum gegn Grindavík. Leikurinn var að mestu jafn þar til á síðustu 5 mínútunum þegar KR-ingar völtuðu yfir heimamenn með 32 stigum gegn 19 í fjórða hluta. Sóknarnýting KR í þessum hluta var með ólíkindum. Nýttu 14 af 19 sóknum sínum til að skora eða 72,9%. KR-ingar skoruðu 1,71 stig per sókn í fjórða hluta. 10 af 22 stoðsendingum KR-inga komu í fjórða hluta auk þess sem Martin Hermannsson skaut 4/4 í þriggja stiga skotum í fjórðungnum.
 
Vítanýting allra liða á þessum leikdegi var hreint út sagt skelfileg. Misnotuð voru samtals 49 vítaskot í kvöld af 120 en það gefur 59% vítanýtingu yfir alla.
 
Samanburður á erlendum leikmönnum liða:
Nasir Robinson: eFG 26,7% – Sóknarnýting 37,9% – 0,68 stig per sókn
Michael Craion: eFG 66,7% – Sóknarnýting 88,4% – 1,70 stig per sókn
 
Terry Leake: eFG 66,7% – Sóknarnýting 56,2% – 1,30 stig per sókn
Mychal Green: eFG 71,1% – Sóknarnýting 54,6% – 1,30 stig per sókn
 
Kendall Timmons: eFG 33,3% – Sóknarnýting 42,4% – 0,79 stig per sókn
Shawn Atupem: eFG 60,0% – Sóknarnýting 62,8% – 1,24 stig per sókn
Fréttir
- Auglýsing -