spot_img
HomeFréttirKeflvíkingar efna til borgaraveislu á sunnudag

Keflvíkingar efna til borgaraveislu á sunnudag

  Það verður sannkallaður stórleikur í TM-Höllinni á sunnudaginn nk. en þá mætast grannarnir Keflavík og Grindavík í Domino´s deild kvenna. Bæði lið höfðu sigur í fyrsta leik og má því búast við miklum átökum á sunnudag.
 
 
Til að undirbúa aðdáendur beggja liða vel fyrir átökin munu fara fram mikil “áttök” fyrir leik. Ætlunin er að vera með glóðargrillaða hamborgara og meðlæti og því um að gera fyrir fólk að mæta tímanlega á leikinn. Grillin verða tendruð um kl. 18.00 og mun hamborgari, gos og snakk kosta 1000 kr.
 
Gróa á leiti var eitthvað búin að grennslast fyrir um og nýjustu fregnir herma að Albert “Medium Rare” Óskarsson verði á grillinu og verði með þá brakandi ferska í svanga munna á sunnudag.
Fréttir
- Auglýsing -