spot_img
HomeFréttirLeifur Garðarsson mættur í slaginn á ný

Leifur Garðarsson mættur í slaginn á ný

Glöggir hafa tekið eftir því að Leifur Garðarsson hefur tekið fram dómaraflautuna á nýjan leik. Leifur dæmdi í gær leik Hamars og ÍA í 1. deild karla og ef okkur skjátlast ekki þá er kappinn að snúa aftur eftir um það bil 10 ára hlé.
 
 
Leifur hefur síðastliðinn áratug verið viðriðinn knattspyrnuna og m.a. þjálfað úrvalsdeildarlið Fylkis en körfuknattleiksdómarastéttin fær nú að njóta karfta hans á ný. Þegar Leifur sagði skilið við parketið á sínum tíma var hann einn fremsti og reynslumesti dómari landsins.
 
Leifur er nú búinn að dæma nokkra leiki og m.a. í yngri flokkum og í 1. deild karla í gær, fólk ætti því örugglega að fara að sjá kappann aftur fljótlega í úrvalsdeild því kunnir segja að hann hafi engu gleymt.
 
Mynd/ Sunnlenska.is – Leifur í Frystikistunni í gær hvar hann dæmdi viðureign Hamars og ÍA.
  
Fréttir
- Auglýsing -