spot_img
HomeFréttirSundsvall með annan sigur

Sundsvall með annan sigur

Sundsvall Dragons hafa jafnað sig á tapleiknum í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar og voru í kvöld að vinna sinn annan leik í röð er liðið lagði Solna Vikings 90-93 í Solnahallen. Jakob Örn Sigurðarson gerði 29 stig í leiknum og gaf 3 stoðsendingar.
 
 
Hlynur Bæringsson bætti við 20 stigum, 9 fráköstum og 3 stoðsendingum við hjá Sundsvall og Ægir Þór Steinarsson var með 7 stoðsendingar og 5 fráköst en náði ekki að skora. Sundsvall komst með sigrinum upp í 3. sæti deildarinnar og hafa leikið einum leik meira en Södertalje og Boras sem enn eru taplaus.
  
Fréttir
- Auglýsing -