spot_img
HomeFréttirZaragoza hóf leiktíðina á útisigri

Zaragoza hóf leiktíðina á útisigri

ACB deildin á Spáni er hafin en Jón Arnór Stefánsson fyrirliði CAI Zaragoza hrósaði sigri með sínum mönnum í dag á útivelli þegar Zaragoza lagði Bilbao Basket 77-86.
 
 
Jón gerði 6 stig í leiknum og tók 2 fráköst en atkvæðamestur í liði Zaragoza var Giorgi Shermadini með 20 stig og 7 fráköst. Einn annar leikur fór fram í dag á þessum fyrsta leikdegi ACB deildarinnar en þá hafði CB Canarias 76-74 heimasigur gegn Monbus.
 
Hörður Axel Vilhjálmsson og félagar í Valladolid hefja svo leik á þriðjudag þegar liðið heimsækir meistara Real Madrid á útivelli.
  
Fréttir
- Auglýsing -