Snorri Hrafnkelsson sem kom til Njarðvíkingar fyrir veturinn gæti hugsanlega verið með slitið krossband á hægra hné. Snorri var ásamt félögum sínum í dag að spila gegn Keflavík í unglingaflokksleik þegar kappinn virtist einfaldlega missa hægri löppina undan sér og var sárkvalin á gólfinu. Sjúkraþjálfari á staðnum gat ekkert staðfest að sjálfsögðu en sagði þetta líta þannig út að um krossbandaslit væri að ræða. En sem fyrr segir var eins og gefur að skilja ekkert hægt að staðfesta.
Sjúkrabíll með Guðmundi Jónssyni leikmanni Keflvíkinga í fararbroddi mætti í TM-höllina og Snorri var fluttur á sjúkrahús til frekari rannsókna. Snorri hóf leiktíðina ansi vel með Njarðvíkingum gegn KFÍ og skoraði þar 19 stig og því óhætt að segja að um nokkura blóðtöku sé að ræða fyrir þá grænu þ.e.a.s. ef rétt reynist að kappinn verði frá næstu mánuði.
Þess má geta að félagar Snorra í Njarðvík kláruðu leikinn með sigri í nokkuð spennandi og hörðum leik milli þessarar nággranna.



