spot_img
HomeFréttirEinar: Maður vill umfram allt fá heimaleik

Einar: Maður vill umfram allt fá heimaleik

Stórleikur 32 liða úrslitanna í Poweradebikarkeppninni þetta árið verður vafalítið viðureign Njarðvíkur og KR en 32 liða úrslitin fara fram dagana 1.-3. nóvember næstkomandi. Karfan.is náði eldsnöggu tali af þjálfurum liðanna og kannaði svona fyrstu viðbrögð eftir bikardráttinn.
 
 
Einar Árni, Njarðvík:
„Þegar bikarkeppnin er annars vegar þá vill maður umfram allt fá heimaleik. Við höfum fengið fáa slíka á síðustu árum svo við kætumst yfir því að fá heimaleik í þetta skiptið.
KR er “the team to beat” samkvæmt spánni og ef ég ætti að fá að velja hvort ég mæti þeim í DHL, Laugardalshöll eða Ljónagryfjunni þá er það auðvelt val að mæta einu allra sterkasta liðinu á okkar heimavelli. Þetta eru félög með mikla sögu og þau hafa mæst í mörgum stórum leikjum í gegnum tíðina og það verður enginn svikinn af mætingu í Gryfjuna á þennan leik.“
 
Finnur Freyr, KR:
„Við erum bara spenntir. Klárlega stórleikur umferðarinnar og gott fyrir keppnina. Bæði lið eflaust sammála um að hafa fengið erfiðasta dráttinn i þessari umferð En við ætlum okkur langt í þessari keppni og til þess þarf að fara í gegnum góð lið. Og við erum að fara mæta hörkuliði a öflugum heimavelli þess.“
  
Fréttir
- Auglýsing -