Njarðvík og KR mættust í Ljónagryfjunni í kvöld í þriðju umferð dominosdeildar kvenna. Bæði lið voru með einn sigur og eitt tap á bakinu. Svo fór að Njarðvík hafði sigur að lokum 84:79 eftir hörku spennandi loka mínútur.
Leikurinn byrjaði nokkuð vel hjá báðum liðum og voru bæði lið að skjóta boltanum mjög vel. KR stelpur byrjuðu í svæðisvörn á meðan Njarðvíkur stelpur spiluðu maður á mann vörn. Njarðvíkingar voru að hitta mjög vel fyrir utan þriggja stiga línuna en alls rötuðu 8 stykki niður í fyrri hálfleik en aftur á móti voru Kr stelpur sjóðandi undir körfunni og voru með 70% nýtingu 14/20 niður. Staðan eftir fyrri hálfleik 42-42.
Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri jafn og skemmtilegur og sáust mörg flott tilþrif á báðum endum vallarins. Njarðvíkingar voru oft á tíðum í basli með pressuvörn Kr-inga og töpuðu boltanum stundum klaufalega og það var það sem hélt lífi í Kr-ingum sem komu sér aftur inní leikinn þegar Njarðvík var komið í 6-8 stiga mun. En Njarðvík hélt haus í lokin og lönduðu frábærum liðssigri gegn sterku Kr liði.
Bestu menn hjá Njarðvík var liðsheildin þar sem margir skiluðu frábæru dagsverki. Hjá KR átti Bergþóra og Sigrún flottan leik sem og Kelli Thompson. Anna María átti líka fínar syrpur en hún setti 4/4 í þristum á gamla heimavelli sínum.
Njarðvík-KR 84-79 (23-24, 19-18, 19-16, 23-21)
Njarðvík: Jasmine Beverly 16/11 fráköst, Erna Hákonardóttir 13, Salbjörg Sævarsdóttir 12, Andrea Björt Ólafsdóttir 10/5 fráköst/6 stoðsendingar, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 10/4 fráköst, Ásdís Vala Freysdóttir 7, Sara Dögg Margeirsdóttir 6, Svava Ósk Stefánsdóttir 6, Aníta Carter Kristmundsdóttir 4/6 stoðsendingar, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 0, Marín Hrund Magnúsdóttir 0, Heiða B. Valdimarsdóttir 0.
KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 18/5 fráköst/7 stoðsendingar, Bergþóra Holton Tómasdóttir 15, Kelli Thompson 13/11 fráköst, Anna María Ævarsdóttir 12, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 6, Sara Mjöll Magnúsdóttir 5, Björg Guðrún Einarsdóttir 4, Rannveig Ólafsdóttir 4, Sólrún Sæmundsdóttir 2, Salvör Ísberg 0, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Ína María Einarsdóttir 0.



