Miskolc unnu í gær góðan útisigur í MEL (Middle European League) í gær þegar liðið heimsótti Pinkk Pecs 424. Lokatölur voru 70-77 Miskolc í vil. Með sigrinum er Miskolc í 4. sæti deildarinnar en Novi Zagreb og Good Angels Kosice tróna á toppnum þar sem bæði lið hafa unnið alla sína fimm leiki til þessa.
Helena lék ekki með Miskolc í gær sökum meiðsla þar sem vöðvi í öðrum kálfanum er trosnaður og gert ráð fyrir að Helena verði frá næsta hálfa mánuðinn eða svo.



