spot_img
HomeFréttirMG10 fengi lokaskot lesenda

MG10 fengi lokaskot lesenda

Síðustu daga spurðum við hver eftirtalinna leikmanna fengi lokaskot lesenda og buðum upp á 12 valmöguleika. Vélbyssan Magnús Þór Gunnarsson naut mesta traustsins að þessu sinni og hlaut 19,23% atkvæði lesenda en rúmlega 1300 manns tóku þátt í könnuninni.
 
 
Reynsluboltinn Páll Axel Vilbergsson var ekki langt undan Magnúsi með 18,77% atkvæða og í þriðja sæti hafnaði landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson með 14,61% atkvæða.
 
Nú er komin inn ný könnun og spyrjum við hvaða lið verður fyrst til þess að vinna sigur á Keflavíkurkonum í Domino´s deild kvenna?
  
Fréttir
- Auglýsing -