Jón Arnór og félagar í CAI Zaragoza mæta í kvöld sterku liði Alba Berlin í O2 höllinni í Berlín kl. 18.00 að íslenskum tíma í sínum öðrum leik í Eurocup keppni Euroleague.
Með liði Alba leika meðal annara Alex King sem er þýskur landsliðsmaður sem lék í sumar á EuroBasket 2013 og sömuleiðis Stojanovski bróðirinn Vojdan sem leikur með landsliðið Makedóníu. Hann lék einnig á EuroBasket í sumar og einnig í Kína í sumar þegar íslenska landsliðið vann lið Makedóníu til sælla minninga. Þá var Jón Arnór ekki með en þeir fá því tækifæri til að kynnast í kvöld.
Alba Berlín eru með hávaxið lið, sex leikmenn eru yfir 2 metrana og því verðugt verkefni í frákastabaráttunni í kvöld hjá þeim spænsku.
Fyrsti leikur Zaragoza var á heimavelli þar sem þeir lögðu hina belgísku Belfius Mons Hainaut með 17 stigum.
Heimasíða deildarinnar: www.eurocupbasketball.com



