Einn leikur fer fram í Domino´s deild karla í kvöld en þá mætast KFÍ og Þór Þorlákshöfn á Jakanum á Ísafirði. Staða liðanna í deildinni um þessar mundir er nokkuð ólík, Ísfirðingar á botninum án stiga en Þórsarar hafa unnið tvo fyrstu leiki sína á mótinu. Þá fara einnig fram þrír leikir í 1. deild karla og nokkrir leikir í yngri flokkum og neðri deildum.
Domino´s deild karla kl. 19:15
KFÍ – Þór Þorlákshöfn (KFÍ TV)
1. deild karla
19:15 Breiðablik – Augnablik
19:15 ÍA – Vængir Júpíters
19:15 Fjölnir – Höttur
Mynd/ Ómar Örn – Mirko Stefán og félagar í KFÍ freista þess að verða fyrstir til að leggja Þór Þorlákshöfn í úrvalsdeildinni.



