Friðrik Ragnarsson og Falur Harðarson formenn körfuknattleiksdeilda Njarðvíkur og Keflavíkur gáfu sér tíma í gærkvöldi í smá spjall fyrir leik kvöldsins. Kapparnir voru báðir í eldlínunni hjá liðum sínum hér skömmu fyrir aldamót síðast liðin og hafa engu gleymt. Þeir voru sammála um það að leikurinn yrði skemmtilegur og vildu báðir fá troðfulla Ljónagryfju og stemmningu eftir því. Þeir voru hinsvegar ekki sammála um útkomu leiksins.



