spot_img
HomeFréttirÚrslit: Gunnar kláraði Njarðvíkinga

Úrslit: Gunnar kláraði Njarðvíkinga

Magnaður körfuboltaleikur fór fram í Ljónagryfjunni í kvöld þegar Njarðvík og Keflavík áttust við í Domino´s deild karla. Það var Gunnar Ólafsson sem reyndist hetja Keflavíkur í leiknum er hann smellti niður þrist og kom Keflavík í 85-88 og skildi 0,6 sek. eftir á klukkunni. Enn ein mögnuð rimma þessara körfuboltavelda að baki og eflaust enginn svikinn með þau gæði sem liðin sýndu svo snemma móts.
 
 
Smá bið verður eftir tölfræði leiksins en Logi Gunnarsson var stigahæstur í Njarðvíkurliðinu með 22 stig og þá var Elvar Már Friðriksson með 17 stig. Hjá Keflvíkingum var Michael Craion með 24 stig og Guðmundur Jónsson bætti við 17 og hetja kvöldsins, Gunnar Ólafsson, setti 11 stig.

Njarðvík-Keflavík 85-88 (32-24, 21-24, 17-19, 15-21)


Njarðvík: Logi Gunnarsson 22/5 fráköst, Elvar Már Friðriksson 17/12 stoðsendingar, Ágúst Orrason 14, Nigel Moore 13/16 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 10, Friðrik E. Stefánsson 7/6 fráköst, Egill Jónasson 2/6 fráköst/4 varin skot, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Magnús Már Traustason 0, Ólafur Helgi Jónsson 0, Halldór Örn Halldórsson 0.
Keflavík: Michael Craion 24/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 17, Darrel Keith Lewis 14/11 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 12/6 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 11/6 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 7/4 fráköst, Þröstur Leó Jóhannsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 0, Andri Daníelsson 0, Ólafur Geir Jónsson 0, Ragnar Gerald Albertsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.
  
Fréttir
- Auglýsing -