spot_img
HomeFréttirJón bætti stigametið sitt um sex stig

Jón bætti stigametið sitt um sex stig

Jón Arnór Stefánsson átti frábæran leik í gær þegar lið hans CAI Zaragoza vann 86-82 útisigur á Río Natura Monbús í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. www.visir.is greinir frá.
 
 
Jón Arnór skoraði 28 stig á tæpum 23 mínútum í leiknum en hann hitti úr 7 af 10 skotum sínum þar af 6 af 9 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. Jón Arnór skoraði fimmtán stigum meira en næststigahæsti leikmaður Zaragoza-liðsins.
 
Jón Arnór setti með þessari mögnuðu frammistöðu nýtt persónulegt met í stigaskori í spænsku ACB-deildinni sem er að flestum talin vera sú sterkasta í Evrópu.
 
Jón Arnór hafði mest áður skorað 22 stig en það gerði hann sem liðsmaður CB Granada tímabilið 2009-10. Jón Arnór spilaði þá í 23 mínútur á móti Lagun Aro GBC og nýtti 7 af 14 skotum sínum.
 
Þetta var í fjórða sinn sem hann braut tuttugu stiga múrinn í deildinni en það hafði síðast gerst í Íslendingaslag á móti Hauki Helga Pálssyni í nóvember 2011.
 
 
  
Fréttir
- Auglýsing -