spot_img
HomeFréttirMiami opnaði með sigri

Miami opnaði með sigri

Keppni í NBA deildinni hófst í nótt. Meistarar Miami Heat fengu meistarahringa sína afhenta fyrir viðureign sína gegn Chicago Bulls. Þrír leikir fóru fram þessa opnunarnótt þar sem Indiana, Miami og LA Lakers nældu sér öll í sigra.
 
 
Indiana 97-87 Orlando
Paul George sallaði niður 24 stigum, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Indiana. Kappinn eignaðist eflaust þónokkra aðdáendur eftir síðasta tímabil og ljóst að þessi öflugi leikmaður á eftir að fara langt með lið Indiana. Roy Hibbert félagi hans í teignum bætti svo við 16 fráköstum, 8 stigum og 7 vörðum skotum. Það verður enginn hægðarleikur að mæta til Indiana í vetur. Hjá Orlando Andrew Nicholson stigahæstur af bekknum með 18 stig.
 
Miami 107-95 Chicago
Skorið dreifðist vel hjá meisturunum í nótt, sjö liðsmenn gerðu 11 stig eða meira og var LeBron James þeirra atkvæðamestur með 17 stig, 6 fráköst og 8 stoðsendingar. Hjá Bulls var Carlos Boozer með 31 stig og 7 fráköst.
 
LA Lakers 116-103 LA Clippers
Enginn Kobe Bryant en Lakers-sigur engu að síður. Xavier Henry gerði 22 stig og tók 6 fráköst í liði Lakers en hjá Clippers var Blake Griffin með 19 stig, 7 fráköst og 3 stoðsendingar.
  
 
Mynd/ NBA meistarar Miami Heat fengu meistarahringa sína afhenta í nótt fyrir leik gegn Chicago Bulls.
Fréttir
- Auglýsing -