spot_img
HomeFréttirSundsvall í erfiðleikum

Sundsvall í erfiðleikum

Næstu þrír mánuðir munu skera úr um hvort Sundsvall Dragons muni spila í sænsku úrvalsdeildinni næsta vetur vegna erfiðleika í peningamálum. „Ef ekki verður búið að semja um skuldir þegar þeir sækja um fyrir næsta vetur, þá verður þeim hafnað“ segir Mats Carlson, talsmaður mótanefndar sænska körfuknattleikssambandsins. www.basketsverige.se greinir frá.
 
Í febrúar verða fjármálin að verða komin á hreint hjá Dragons, ef ekki þá eiga þeir á hættu að geta ekki leikið í efstu deild næsta vetur. Örlög sem hentu einmitt 08 Stockholm og Stockholm Eagles nýlega. „Ef það verður eitthvað útistandandi þegar umsóknin kemur þá verður henni hafnað“ segir Mats Carlson í Sundsvall Tidning í dag.
 
Það má því reikna með því reikna með að það verði nóg að gera hjá félaginu í Medelpadsgatan næstu mánuðina, ekki aðeins á íþróttalegu hliðinni, heldur einnig í því að koma fjármálunum á hreint fyrir febrúar þegar félagið þarf að skila inn umsókn fyrir veru í Basketligan á næsta ári.
 
Hluti af skuldum félagsins sem þó hefur verið komið í ferli er 200.000 sek (3,7 milljónir ísl kr) skuld við Sundsvall kommune vegna leigu á íþróttahöllinni. Framkvæmdastjóri félagsins, Anders Jonsson, segir að auki sé búið að fullgreiða fleiri skuldir í gegnum innheimtufyrirtæki til Kronfogden (Innheimtufyrirtæki ríksins). Þrátt fyrir það höfðu þessar greiðslur ekki komið fram á þriðjudaginn. Alex Wesby, lykilleikmaður félagsins, lék ekki með þeim á föstudagskvöld þegar félagið tapaði fyrir Boras og hvorki hann, umboðsmaður hans eða félagið vill tjá sig um fjarveru hans. 
 
Sundsvall er í 4. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir, liðið hefur leikið sex leiki, unnið fjóra en tapað tveimur.
Fréttir
- Auglýsing -