Stjarnan hefur náð samkomulagi við Junior Hairston um að fylla það skarð sem Nasir Robinson skildi eftir sig. Vonir standa til þess að Hairston fylli það skarð og gott betur.
Hairston þessi lék hér á landi vorið 2012 með Þór Þorlákshöfn og skilaði þá 19,2 stigum, 13,8 fráköstum og 4,3 vörðum skotum í leik.
Þess er vænst að Hairston verði með liðinu annað kvöld þegar Hattarmenn verði sóttir heim í 32 liða úrslitum bikarkeppni KKÍ. Frá þessu er greint á Facebook-síðu Stjörnunnar
Mynd/ [email protected] – Hairston í leik gegn Stjörnunni þegar hann var hérlendis á mála hjá Þór Þorlákshöfn.



