spot_img
HomeFréttirÚrslit: Haukar 0-1 Snæfell

Úrslit: Haukar 0-1 Snæfell

Fyrri leik kvöldsins í tvíhöfðanum í Hafnarfirði er lokið. Snæfellskonur sóttu tvö dýr stig í greipar Hauka rétt í þessu en þriðja leikinn í röð var boðið upp á spennuslag í Schenkerhöllinni. Snæfell hefur þar með jafnað Keflavík á toppi deildarinnar en viðureign Keflavíkur og KR stendur nú yfir og vinni Keflavík verða þær aftur einar á toppi deildarinnar.
 
 
Í Hafnarfirði fengu Haukakonur síðustu 16 sekúndur leiksins til þess að stela sigrinum en lokaskot Lele Hardy vildi ekki niður og Snæfell fagnaði sigri. Tröllatvenna er fasti hjá Lele Hardy og í kvöld var hún með 27 stig, 23 fráköst og 7 stoðsendingar en hjá Snæfell var Chyanna Brown atkvæðamest með 19 stig, 14 fráköst og 6 stoðsendingar.
  
Fréttir
- Auglýsing -